Lífið

Madonna vill verða leikstjóri

Parið áður en allt sprakk í loft upp.
Parið áður en allt sprakk í loft upp.
Poppdrottningin Madonna ætlar í samkeppni við eiginmanninn fyrrverandi, Guy Ritchie, og reyna fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri. Þetta segir Christopher Ciccone bróðir hennar í heimildamynd sem sýnd verður í Bretlandi í kvöld.

Madonna hefur leikið í nokkrum myndum við misjafnar undirtektir, og leikstýrt einni. Sú heitir Filth and Wisdom, og var grínmynd um úkraínskan sígauna.

Ciccone, sem ku vera meinilla við mág sinn fyrrverandi, sagði að þetta væri það sem systir sín vildi helst gera. Það hefði ekki hugnast eiginmanninum, enda gengi það ekki upp að það væru tveir leikstjórar í fjölskyldunni. Guy Ritchie hefur sent frá sér hvert floppið á fætur öðru undanfarinn ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.