Fótbolti

Mikilvægur sigur Inter á Udinese

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gokhan Inler og Zlatan Ibrahimovic berjast um boltann í dag.
Gokhan Inler og Zlatan Ibrahimovic berjast um boltann í dag. Nordic Photos / AFP
Inter vann í dag loksins sigur í dag eftir fjóra jafnteflisleiki í röð, bæði í ítölsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. En tæpt stóð það þar sem Julio Cruz tryggði Inter sigur á Udinese með marki á lokamínútu leikins.

Inter kom sér þar með á topp deildarinnar en Napoli er í öðru sæti, stigi á eftir Inter. Napoli vann 2-0 sigur á Sampdoria í dag.

Lazio er svo í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, rétt eins og AC Milan. Lazio vann 3-0 sigur á Siena en AC Milan getur komið sér aftur á topp deildarinnar í kvöld með sigri á Lecce á útivelli.

Udinese er svo dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir öfluga byrjun í haust.

Reggina er enn neðst í deildinni með fimm stig en liðið tapaði fyrir Genoa á útivelli í dag, 4-0. Emil Hallfreðsson sat allan leikinn á varamannabekk Reggina.

Reggina missti mann af velli með rautt spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks og fékk svo fjögur mörk á sig í þeim síðari. Þar af skoraði Diego Milito þrennu fyrir Genoa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×