Erlent

Segir grafhýsi Kleópötru fundið

Óli Tynes skrifar
Zahi Hawass að störfum. Þetta íkon er þó er ekki kista Kleópötru.
Zahi Hawass að störfum. Þetta íkon er þó er ekki kista Kleópötru.

Æðsti yfirmaður fornleifa í Egyptalandi telur sig hafa fundið grafhýsi Kleópötru. Hann vonast til þess að rómverski hershöfðinginn Markús Antoníus hvíli henni við hlið.

Zahi Hawass er heimsþekktur fornleifafræðingur. Hann hefur lengi leitað að grafhýsi Kleópötru drottningar Egyptalands. Hann hefur nú fundið musteri sem hann telur vera grafhýsið, um fimmtíu kúlómetra vestan við Alexandríu.

Undir musterinu fundust 330 metra löng göng þar sem eru styttur af Kleópötru og margir peningar með ímynd hennar. Slíkt finnst ekki í venjulegum musterum, að sögn fornleifafræðingsins.

Fyrir tveim vikum fundu grafararnir einnig styttu af Markúsi Antoníusi í þessum göngum. Hawass telur því mögulegt að hershöfðinginn hvíli einnig í grafhýsi drottningar.

Antoníus og Kleópatra áttu heitt ástarævintýri saman og hún ól honum þrjú börn. Þau frömdu bæði sjálfsmorð eftir að hafa tapað orrustu gegn rómverska hershöfðingjanum Oktavíanusi við Actium árið 31 fyrir Krist. Oktavíanus varð síðar Ágústus keisari Rómaveldis.

Uppgreftri hefur nú verið hætt meðan mesti hitinn er í Egyptalandi. En í haust ætlar Hawass að taka til óspilltar málanna á nýjan leik og afhjúpa grafhýsi þessarar heimsins frægustu drottningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×