Innlent

Boðin vinna án kauphækkana í 18 mánuði

Óli Tynes skrifar

Stjórn Mest fór í gær framá að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Starfsmenn voru á milli 50 og 60 og ljóst að þeir fá ekki greidd laun fyrir júlímánuð.

Stéttarfélög starfsmanna hafa hvatt þá til þess að leita til sín til að fá lausn sinna mála.

Hinn 21. júlí síðastliðinn var tilkynnt að Glitnir hefði tekið tekið yfir steypustöðvar Mest ásamt helluframleiðslu og verslun með múrvörur.

Þetta var sett í nýtt félag; Steypustöðina Mest. Ýmsum starfsmönnum gamla Mest var boðið að færa sig yfir til nýja fyrirtækisins. En þar fylgdi böggull skammrifi eins og Valdimar Númi Hjaltason rak sig á.

Starfsmennirnir þurftu að undirrita viðauka við ráðningarsamning þar sem sagði: GRAFÍK: Milli Steypustöðvarinnar Mest og fyrrnefnds starfsmann hefur einnig orðið að samkomulagi að engar launahækkanir hvorki samningsbundnar né aðrar verði fyrr en í fyrsta lagi í janúar árið 2010.

Fulltrúar verkalýðsfélaga sem fréttastofan ræddi við höfðu ekki heyrt af þessu máli. Við fyrstu sýn sýndist þetta þó vera svo íþyngjandi ákvæði að það stæðist varla lög.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×