Guðjón Bergmann eyðir óvissunni 6. maí 2008 11:42 Guðjón verður áfram á Íslandi. Vísi hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Guðjóni Bergmann, þar sem hann tíundar ástæður þess að hann er hættur við að flytja af landi brott: „Þann 16.janúar á þessu ári sendi ég frá mér fréttatilkynningu þess efnis að við hjónin myndum flytja af landi brott á komandi hausti. Ástæða fyrirhugaðra flutninga var ákvörðun eiginkonu minnar, Jóhönnu Bóel, um að stunda framhaldsnám í Bandaríkjunum eða Bretlandi. Í sameiningu höfum við undirbúið flutninga ljóst og leynt í tæp tvö ár. Í dag er hins vegar komin upp breytt staða. Nýverið bauðst Jóhönnu einstakt tækifæri til að hefja rannsóknartengt framhaldsnám innan Háskólans í Reykjavík. Eftir náið samráð okkar hjóna og miklar vangaveltur höfum við því tekið ákvörðun um að vera áfram á Íslandi. Við erum bæði mjög ánægð með þá ákvörðun enda er hún í algjöru samræmi við yfirlýst markmið Jóhönnu um framhaldsnám á háskólastigi. Þótt við verðum áfram á Íslandi næstu árin mun ég engu að síður halda námskeiðið „Þú ert það sem þú hugsar" í síðasta skipti í lok maí. Í framhaldi af því mun ég fara í fæðingarorlof til áramóta og nota tímann til að íhuga stöðu mína. Ég er mjög þakklátur öllum þeim sem hafa sótt námskeið mín og fyrirlestra síðastliðin ár og ég fagna því að fá að vera áfram hér á landi. En eins og staðan er í dag veit ég ekki hvar eða við hvaða verkefni ég mun starfa næstu árin eða hvaða vettvangur mun verða fyrir valinu. Ég hef komið víða við á ferli mínum og næsta hálfa árið mun ég litast um eftir tækifærum og einbeita mér að því að finna yfirgripsmikilli reynslu minni jákvæðan og uppbyggilegan farveg." Virðingarfyllst, Guðjón Bergmann Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Fleiri fréttir Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Sjá meira
Vísi hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Guðjóni Bergmann, þar sem hann tíundar ástæður þess að hann er hættur við að flytja af landi brott: „Þann 16.janúar á þessu ári sendi ég frá mér fréttatilkynningu þess efnis að við hjónin myndum flytja af landi brott á komandi hausti. Ástæða fyrirhugaðra flutninga var ákvörðun eiginkonu minnar, Jóhönnu Bóel, um að stunda framhaldsnám í Bandaríkjunum eða Bretlandi. Í sameiningu höfum við undirbúið flutninga ljóst og leynt í tæp tvö ár. Í dag er hins vegar komin upp breytt staða. Nýverið bauðst Jóhönnu einstakt tækifæri til að hefja rannsóknartengt framhaldsnám innan Háskólans í Reykjavík. Eftir náið samráð okkar hjóna og miklar vangaveltur höfum við því tekið ákvörðun um að vera áfram á Íslandi. Við erum bæði mjög ánægð með þá ákvörðun enda er hún í algjöru samræmi við yfirlýst markmið Jóhönnu um framhaldsnám á háskólastigi. Þótt við verðum áfram á Íslandi næstu árin mun ég engu að síður halda námskeiðið „Þú ert það sem þú hugsar" í síðasta skipti í lok maí. Í framhaldi af því mun ég fara í fæðingarorlof til áramóta og nota tímann til að íhuga stöðu mína. Ég er mjög þakklátur öllum þeim sem hafa sótt námskeið mín og fyrirlestra síðastliðin ár og ég fagna því að fá að vera áfram hér á landi. En eins og staðan er í dag veit ég ekki hvar eða við hvaða verkefni ég mun starfa næstu árin eða hvaða vettvangur mun verða fyrir valinu. Ég hef komið víða við á ferli mínum og næsta hálfa árið mun ég litast um eftir tækifærum og einbeita mér að því að finna yfirgripsmikilli reynslu minni jákvæðan og uppbyggilegan farveg." Virðingarfyllst, Guðjón Bergmann
Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Fleiri fréttir Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Sjá meira