Innlent

Allir lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu fá skotheld vesti

Óli Tynes skrifar

Allir lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu munu innan skamms fá skotheld vesti til að klæðast við störf sín. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn sagði í samtali við vísi.is að hingaðtil hafi aðeins liðsmenn sérsveitarinnar verið í skotheldum vestum.

Tíðarandinn sé hinsvegar að breytast. Það fari til dæmis vaxandi að menn beri á sér og beiti hnífum. Almennir lögregluþjónar séu oft í mikilli hættu við störf sín og skylda að sjá til þess að þeir hafi bestu mögulegar varnir.

Vestin verða tvennskonar. Undirvesti sem menn muni klæðast þegar þeir séu á eftirlitsferðum í bifreiðum og utanyfirvesti sem þeir munu klæðast þegar þeir eru fótgangandi við störf.

Í útboði Ríkiskaupa á 150 vestum fyrir lögregluna bárust sextán tilboð. Þau voru frá tæplega sjö og hálfri milljón króna upp í tæpar tuttugu og tvær milljónir króna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×