Snæfell lagði Blika í framlengdum leik 7. nóvember 2008 21:22 Sigurður Þorvaldsson skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Snæfell í kvöld - klæddur varabúningi Blika eins og aðrir liðsfélagar hans Mynd/Valli Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR vann sinn fyrsta sigur í vetur þegar liði skellti Tindastól á heimavelli 90-71. Eiríkur Önundarson var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig, Ómar Sævarsson skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst og Sveinbjörn Claessen skoraði 20 stig. Darrell Flake var í sérflokki hjá Stólunum með 24 stig og 13 fráköst. Snæfell lagði Breiðablik í Smáranum 79-74 í framlengdum spennuleik þar sem gestirnir spiluðu í varabúningum Blika eftir að hafa gleymt búningunum sínum heima. Það virtist á köflum sitja í Snæfellsmönnum sem áttu á köflum erfitt um vik í sóknarleiknum þrátt fyrir að vera með mun hávaxnara lið en heimamenn. Snæfell náði snemma forystu í leiknum en Blikarnir sigu fram úr í síðari hálfleik og virtust ætla að fara með sigur af hólmi. Snæfellsmenn tóku hinsvegar vel við sér undir lok fjórða leikhluta og náðu að jafna. Lokamínúturnar voru æsispennandi og eftir mikið klafs í teignum náði Kristján Andrésson að jafna leikinn í 67-67 með því að hirða sóknarfrákast og skora þegar tæpar fimm sekúndur voru til leiksloka. Nemanja Sovic átti síðasta skot Blika í venjulegum leiktíma, en boltinn skoppaði einum fjórum sinnum á hringnum og vildi ekki niður.Snæfellingar voru svo sterkari í framlengingunni og tryggðu sér baráttusigur 79-74. Rúnar Erlingsson var atkvæðamestur hjá Blikum með 19 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst og Nemanja Sovic skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst. Sigurður Þorvaldsson skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Snæfell, Jón Jónsson skoraði 17 stig, Magni Hafsteinsson 14 stig og Hlynur Bæringsson var með 11 stig, 14 fráköst og 5 varin skot. Valur vann sigur í Fjósinu Í Borgarnesi fór Valur Ingimundarson með lærisveina sína í Njarðvík á gamla heimavöllinn sinn Fjósið og vann sigur á Skallagrími 92-63. Sveinn Davíðsson var atkvæðamestur í liði heimamanna með 17 stig, en hjá Njarðvík skoraði Logi Gunnarsson 29 stig, Magnús Gunnarsson skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Hjörtur Einarsson skoraði 14 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 10 stig og hirti 9 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR vann sinn fyrsta sigur í vetur þegar liði skellti Tindastól á heimavelli 90-71. Eiríkur Önundarson var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig, Ómar Sævarsson skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst og Sveinbjörn Claessen skoraði 20 stig. Darrell Flake var í sérflokki hjá Stólunum með 24 stig og 13 fráköst. Snæfell lagði Breiðablik í Smáranum 79-74 í framlengdum spennuleik þar sem gestirnir spiluðu í varabúningum Blika eftir að hafa gleymt búningunum sínum heima. Það virtist á köflum sitja í Snæfellsmönnum sem áttu á köflum erfitt um vik í sóknarleiknum þrátt fyrir að vera með mun hávaxnara lið en heimamenn. Snæfell náði snemma forystu í leiknum en Blikarnir sigu fram úr í síðari hálfleik og virtust ætla að fara með sigur af hólmi. Snæfellsmenn tóku hinsvegar vel við sér undir lok fjórða leikhluta og náðu að jafna. Lokamínúturnar voru æsispennandi og eftir mikið klafs í teignum náði Kristján Andrésson að jafna leikinn í 67-67 með því að hirða sóknarfrákast og skora þegar tæpar fimm sekúndur voru til leiksloka. Nemanja Sovic átti síðasta skot Blika í venjulegum leiktíma, en boltinn skoppaði einum fjórum sinnum á hringnum og vildi ekki niður.Snæfellingar voru svo sterkari í framlengingunni og tryggðu sér baráttusigur 79-74. Rúnar Erlingsson var atkvæðamestur hjá Blikum með 19 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst og Nemanja Sovic skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst. Sigurður Þorvaldsson skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Snæfell, Jón Jónsson skoraði 17 stig, Magni Hafsteinsson 14 stig og Hlynur Bæringsson var með 11 stig, 14 fráköst og 5 varin skot. Valur vann sigur í Fjósinu Í Borgarnesi fór Valur Ingimundarson með lærisveina sína í Njarðvík á gamla heimavöllinn sinn Fjósið og vann sigur á Skallagrími 92-63. Sveinn Davíðsson var atkvæðamestur í liði heimamanna með 17 stig, en hjá Njarðvík skoraði Logi Gunnarsson 29 stig, Magnús Gunnarsson skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Hjörtur Einarsson skoraði 14 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 10 stig og hirti 9 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira