Dæmdir fyrir að smygla 700 grömmum af kókaíni 26. júní 2008 13:00 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. Anton Kristinn Þórarinsson fékk tveggja ára dóm og er hann sagður aðalmaðurinn á bakvið innflutninginn. Jón Halldór Arnarson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með Antoni um innflutninginn og tók hann að sér að annast samskipti við þá sem fengnir voru til að smygla efninu og taka á móti því hér á landi. Hann fékk einnig tveggja ára dóm. Kókaíninu var smyglað til landsins frá Kaupmannahöfn í tveimur ferðum sem farnar voru í byrjun október. Efnið var í bæði skiptin keypt í Hollandi. Ingþór Halldórsson og Ómar Vagn Snævarsson tóku að sér að fara til Hollands og ná í hluta efnanna og smygla þeim frá Kaupmannahöfn og Guðmundur Smárason gerði slíkt hið sama. Guðmundur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, Ingþór í sex mánuði og Ómar Vagn í 9 mánaða fangelsi. Sjötti maðurinn var ákærður fyrir að hafa milligöngu í málinu en hann var sýknaður í héraðsdómi. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. Þrír hinna ákærðu, þeir Guðmundur, Ómar Vagn og Ingþór játuðu sök í málinu. Jón Halldór játaði einnig sök að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki hafa komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Anton neitaði hins vegar alfarið sök í málinu og engin hinna bar hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa“ að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. Anton Kristinn Þórarinsson fékk tveggja ára dóm og er hann sagður aðalmaðurinn á bakvið innflutninginn. Jón Halldór Arnarson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með Antoni um innflutninginn og tók hann að sér að annast samskipti við þá sem fengnir voru til að smygla efninu og taka á móti því hér á landi. Hann fékk einnig tveggja ára dóm. Kókaíninu var smyglað til landsins frá Kaupmannahöfn í tveimur ferðum sem farnar voru í byrjun október. Efnið var í bæði skiptin keypt í Hollandi. Ingþór Halldórsson og Ómar Vagn Snævarsson tóku að sér að fara til Hollands og ná í hluta efnanna og smygla þeim frá Kaupmannahöfn og Guðmundur Smárason gerði slíkt hið sama. Guðmundur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, Ingþór í sex mánuði og Ómar Vagn í 9 mánaða fangelsi. Sjötti maðurinn var ákærður fyrir að hafa milligöngu í málinu en hann var sýknaður í héraðsdómi. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. Þrír hinna ákærðu, þeir Guðmundur, Ómar Vagn og Ingþór játuðu sök í málinu. Jón Halldór játaði einnig sök að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki hafa komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Anton neitaði hins vegar alfarið sök í málinu og engin hinna bar hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa“ að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira