10-11 strákur ætlar líklega að kæra lögregluna Breki Logason skrifar 27. maí 2008 16:01 Uppákoman í 10-11 í gærkvöldi. „Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri," segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki. Vinur piltsins tók atvikið upp á myndband sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir lögregluna hafa handtekið vin sinn í kjölfarið og var hann fluttur niður á lögreglustöð, grunaður um þjófnað. Lögreglan sagðist fyrr í dag vera að skoða atvikið. „Það var starfsmaður þarna sem hélt að við værum að stela. Hann hótaði síðan að hringja á lögregluna og við sögðumst vera til í að tala við hana enda vorum við ekki að gera neitt," segir pilturinn sem vildi ekki láta nafn síns getið. Hann segir lögregluna síðan hafa mætt á svæðið og spurt vin sinn hvað hann væri með í buxnastrengnum. „Hann sagði þetta bara vera símann sinn og sagðist ekki vera að stela neinu." Skyndilega rífur lögregluþjónninn í vininn og segir honum ekki að vera með "þennan kjaft". Hægt er að sjá átökin sem þá upphófust hér. „Hann var síðan handjárnaður og fluttur í lögreglubíl niður á lögreglustöð. Hann sagði að lögreglan hefði setið ofan á maganum á sér í lögreglubílnum." Eftir stutta yfirheyrslu var honum síðan ekið aftur að 10-11 þar sem bílinn hans var. Aðspurður um ástæður handtökunar fékk pilturinn þær útskýringar að hann hefði verið grunaður um þjófnað sem ekki hefði náðst að sanna. Verslunarstjóri í versluninni sagði fyrr í dag að síðast hefði þurft að kalla til lögreglu í verslunina vegna láta í unglingum á sunnudaginn. Vinurinn segir hinsvegar að þeir félagar hafi aldrei áður verið með læti í versluninni. „Við höfum heyrt um einhverja krakka sem hafa verið að reyna að fara í slag við starfsfólkið en það vorum ekki við." Tengdar fréttir Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54 Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58 Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
„Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri," segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki. Vinur piltsins tók atvikið upp á myndband sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir lögregluna hafa handtekið vin sinn í kjölfarið og var hann fluttur niður á lögreglustöð, grunaður um þjófnað. Lögreglan sagðist fyrr í dag vera að skoða atvikið. „Það var starfsmaður þarna sem hélt að við værum að stela. Hann hótaði síðan að hringja á lögregluna og við sögðumst vera til í að tala við hana enda vorum við ekki að gera neitt," segir pilturinn sem vildi ekki láta nafn síns getið. Hann segir lögregluna síðan hafa mætt á svæðið og spurt vin sinn hvað hann væri með í buxnastrengnum. „Hann sagði þetta bara vera símann sinn og sagðist ekki vera að stela neinu." Skyndilega rífur lögregluþjónninn í vininn og segir honum ekki að vera með "þennan kjaft". Hægt er að sjá átökin sem þá upphófust hér. „Hann var síðan handjárnaður og fluttur í lögreglubíl niður á lögreglustöð. Hann sagði að lögreglan hefði setið ofan á maganum á sér í lögreglubílnum." Eftir stutta yfirheyrslu var honum síðan ekið aftur að 10-11 þar sem bílinn hans var. Aðspurður um ástæður handtökunar fékk pilturinn þær útskýringar að hann hefði verið grunaður um þjófnað sem ekki hefði náðst að sanna. Verslunarstjóri í versluninni sagði fyrr í dag að síðast hefði þurft að kalla til lögreglu í verslunina vegna láta í unglingum á sunnudaginn. Vinurinn segir hinsvegar að þeir félagar hafi aldrei áður verið með læti í versluninni. „Við höfum heyrt um einhverja krakka sem hafa verið að reyna að fara í slag við starfsfólkið en það vorum ekki við."
Tengdar fréttir Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54 Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58 Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54
Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58
Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28