Formúla 1

Rosberg og Nakajima áfram hjá Williams

Williams liðið fagnar Nico Rosberg og öðru sæti í Singapúr á sunnudaginn.
Williams liðið fagnar Nico Rosberg og öðru sæti í Singapúr á sunnudaginn. mynd: Getty Images

Formúlu 1 lið Williams tilkynntii í kvöld að Nico Rosberg og Kazuki Nakajima verði áfram hjá Williams liðinu 2009.

Rosberg náði sínum besta árangri í Formúlu 1 á sunnudaginn. Hann varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso í mótinu á götum Singapúr. Rosberg þykir með bestu ökumönnum Formúlu 1 og er hann góður vinur Lewis Hamilton sem er efstur í stigamótinu.

"Ég er ánægður að staðfesta veru beggja ökumanna okkar áfram. Rosberg er einn af þeim bestu í Formúlu 1 og Nakajima er vaxandi ökumaður", sagði Frank Williams.

Upphaflega var Nakajima ráðinn til liðsins vegna þrýstings frá Toyota sem sér liðinu fyrir vélum, en Nakajima hefur gert góða hluti ár árinu. Nakajima verður á heimavelli á Fuji í Japan um næstu helgi.

Auk Rosberg og Nakajima, þá verður þróunarökumaðurinn Nico Hulkenberg frá Þýskalandi áfram hjá liðinu. Hann þykir mikið efni og framtíðarmaður.

Sjá efni um Nico Rosberg
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×