Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 22:50 Antonio Ruediger tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitin með því að skora úr síðustu vítaspyrnunni. Hér fagnar hann með félögum sínum. AFP/Thomas COEX Real Madrid varð í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það þó ekki fyrr en eftir 120 mínútur og vítaspyrnukeppni. Real vann vítaspyrnukeppnina 4-2 þar sem Atletico Madrid klúðraði tveimur vítaspyrnum. Real Madrid mætir Arsenal í átta liða úrslitunum. Antonio Rudiger skoraði úr síðustu vítaspyrnunni og tryggði Real Madrid áfram en það munaði þó ekki miklu að Jan Oblak hefði varið spyrnuna. Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, varði ekki víti í vítaspyrnukeppninni. Julian Alvarez skoraði úr sínu víti en það var dæmt ógilt vegna tvísnertingu. Marcos Llorente skaut síðan í slá og það kom ekki að sök fyrir Real Madrid þótt að Jan Oblak hafði varið víti Lucas Vázquez. Annað kvöldið í röð fengum við mikla dramatík í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni og aftur þurfti vítakeppni til að fá úrslit. Atletico Madrid vann 1-0 sigur á Real Madrid í venjulegum leiktíma en það þurfti að framlengja þar sem að Real Madrid vann fyrri leikinn 2-1 og því var staðan 2-2 samanlagt. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur en um leið var spennan gríðarlega og kappið mikið. Gestirnir úr Real Madrid voru meira með boltann en heimamenn í Atletico Madrid ógnuðu jafnvel meira. Real Madrid nýtti þó ekki besta færi leiksins þegar Vinicius Junior klúðraði vítaspyrnu. Real mætti til leiks í góðri stöðu eftir sigurinn á Bernabeu en það var fljótt að breytast. Atletico Madrid gat ekki byrjað leikinn betur því liðið var búið að koma boltanum í markið áður en hálf mínúta var liðin. Conor Gallagher stökk á boltann í markteignum og skoraði eftir aðeins 28 sekúnda leik eftir að varnarmönnum Real Madrid mistókst að koma í burtu fyrirgjöf frá Rodrigo De Paul. Gallagher kom inn í byrjunarliðið fyrir þennan leik og var fljótur að launa Diego Simeone traustið. Atletico var þar með búið að jafna metin í einvíginu og gátu nú spilað sinn leik. Þeir gáfu Real mönnum lítinn tíma og pressuðu þá út um allan völl. Real Madrid fékk frábært tækifæri til að snúa einvíginu sér í vil þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Kylian Mbappe gerði þá mjög vel í að fiska vítaspyrna en félagi hans Vinicius Junior skaut aftur á móti hátt yfir úr vítaspyrnunni. Ekkert var skorað í framlengingunni og vítakeppnin fór síðan eins og má sjá hér fyrir neðan. Vítaspyrnukeppnin: Atletico Madrid- Real Madrid 2-4 0-1 Kylian Mbappe, Real - mark 1-1 Alexander Sorloth, Atletico - mark 1-2 Jude Bellingham, Real - mark Ólöglegt Julian Alvarez, Atletico - tvísnerting 1-3 Federico Valverde, Real - mark 2-3 Angel Correa, Atletico - mark Varið Lucas Vázquez, Real - varið (Jan Oblak) Sláin Marcos Llorente, Atletico - slá 2-4 Antonio Rudiger, Real - mark Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Real Madrid varð í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það þó ekki fyrr en eftir 120 mínútur og vítaspyrnukeppni. Real vann vítaspyrnukeppnina 4-2 þar sem Atletico Madrid klúðraði tveimur vítaspyrnum. Real Madrid mætir Arsenal í átta liða úrslitunum. Antonio Rudiger skoraði úr síðustu vítaspyrnunni og tryggði Real Madrid áfram en það munaði þó ekki miklu að Jan Oblak hefði varið spyrnuna. Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, varði ekki víti í vítaspyrnukeppninni. Julian Alvarez skoraði úr sínu víti en það var dæmt ógilt vegna tvísnertingu. Marcos Llorente skaut síðan í slá og það kom ekki að sök fyrir Real Madrid þótt að Jan Oblak hafði varið víti Lucas Vázquez. Annað kvöldið í röð fengum við mikla dramatík í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni og aftur þurfti vítakeppni til að fá úrslit. Atletico Madrid vann 1-0 sigur á Real Madrid í venjulegum leiktíma en það þurfti að framlengja þar sem að Real Madrid vann fyrri leikinn 2-1 og því var staðan 2-2 samanlagt. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur en um leið var spennan gríðarlega og kappið mikið. Gestirnir úr Real Madrid voru meira með boltann en heimamenn í Atletico Madrid ógnuðu jafnvel meira. Real Madrid nýtti þó ekki besta færi leiksins þegar Vinicius Junior klúðraði vítaspyrnu. Real mætti til leiks í góðri stöðu eftir sigurinn á Bernabeu en það var fljótt að breytast. Atletico Madrid gat ekki byrjað leikinn betur því liðið var búið að koma boltanum í markið áður en hálf mínúta var liðin. Conor Gallagher stökk á boltann í markteignum og skoraði eftir aðeins 28 sekúnda leik eftir að varnarmönnum Real Madrid mistókst að koma í burtu fyrirgjöf frá Rodrigo De Paul. Gallagher kom inn í byrjunarliðið fyrir þennan leik og var fljótur að launa Diego Simeone traustið. Atletico var þar með búið að jafna metin í einvíginu og gátu nú spilað sinn leik. Þeir gáfu Real mönnum lítinn tíma og pressuðu þá út um allan völl. Real Madrid fékk frábært tækifæri til að snúa einvíginu sér í vil þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Kylian Mbappe gerði þá mjög vel í að fiska vítaspyrna en félagi hans Vinicius Junior skaut aftur á móti hátt yfir úr vítaspyrnunni. Ekkert var skorað í framlengingunni og vítakeppnin fór síðan eins og má sjá hér fyrir neðan. Vítaspyrnukeppnin: Atletico Madrid- Real Madrid 2-4 0-1 Kylian Mbappe, Real - mark 1-1 Alexander Sorloth, Atletico - mark 1-2 Jude Bellingham, Real - mark Ólöglegt Julian Alvarez, Atletico - tvísnerting 1-3 Federico Valverde, Real - mark 2-3 Angel Correa, Atletico - mark Varið Lucas Vázquez, Real - varið (Jan Oblak) Sláin Marcos Llorente, Atletico - slá 2-4 Antonio Rudiger, Real - mark
Vítaspyrnukeppnin: Atletico Madrid- Real Madrid 2-4 0-1 Kylian Mbappe, Real - mark 1-1 Alexander Sorloth, Atletico - mark 1-2 Jude Bellingham, Real - mark Ólöglegt Julian Alvarez, Atletico - tvísnerting 1-3 Federico Valverde, Real - mark 2-3 Angel Correa, Atletico - mark Varið Lucas Vázquez, Real - varið (Jan Oblak) Sláin Marcos Llorente, Atletico - slá 2-4 Antonio Rudiger, Real - mark