Lífið

Flemming Geir kastaði eggjum í Alþingishúsið

Flemming Geir á Austurvelli í dag.
Flemming Geir á Austurvelli í dag.

Það vakti athygli viðstaddra á Austurvelli í dag þegar hópur unglinga hóf að kasta eggjum í Alþingishúsið. Einn þeirra var Arnar Freyr Karlsson sem er betur þekktur sem Flemming Geir í gamanþáttaröðinni Dagvaktinni.

Líkt og þeir sem fylgjast með Dagvaktinni vita er Flemming sonur hins geðstirða Georgs Bjarnfreðarsonar.

Nokkuð líklegt má telja að Georg hafi á uppvaxtarárum sínum tekið þátt í mótmælum sem þessum enda með ríka réttlætiskennd og stéttarvitund.

Myndir af Flemming ofan af Austurvelli í dag má sjá með þessari frétt.



MYND/DANÍEL RÚNARSSON
MYND/DANÍEL RÚNARSSON
MYND/DANÍEL RÚNARSSON
MYND/DANÍEL RÚNARSSON
MYND/DANÍEL RÚNARSSON
MYND/DANÍEL RÚNARSSON





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.