Tónlist

Uppvakningar í nýju myndbandi

Rokkararnir í Metallica hafa átt sérlega gott ár.
Rokkararnir í Metallica hafa átt sérlega gott ár.

Uppvakningar ganga lausir í nýju myndbandi Metallica við lagið All Nightmare Long. Hið níu mínútna langa myndband er byggt upp eins og sovésk heimildarmynd sem fjallar um nýstárlegar tilraunir sem fara út um þúfur með skelfilegum afleiðingum. Liðsmenn Metallica sjást hvergi í mynd en útkoman þykir afturhvarf til vandaðra myndbanda sveitarinnar frá því í gamla daga á borð við One.

Metallica er í hæstu hæðum um þessar mundir. Nýjasta plata sveitarinnar, Death Magnetic, hefur fengið frábærar viðtökur og skemmst er að minnast fjögurra tilnefninga sem hún fékk til Grammy-verðlaunanna. Risavaxin tónleikaferð um heiminn sem þegar er hafin mun líklega standa yfir til ársins 2010. Til að mynda er þegar uppselt á ferna tónleika sveitarinnar af fimm í Kaupmannahöfn í júlí á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.