Lífið

Skrapp út til Sviss og hlaut verðlaun

Aðalpersónur úr myndinni Skrapp út.
Aðalpersónur úr myndinni Skrapp út.

Íslenska kvikmyndinni Skrapp út fékk verðlaun á 61. Locarno hátíðinni í Sviss í gær. Þetta er ein elsta og virtasta kvikmyndahátíð Evrópu og er sett á sama stall og Cannes, Berlínar- og Feneyjahátíðin.

„Variety Piazza Grande verðlaunin sem Sólveig Anspach tók á móti eru ný verðlaun, veitt þeirri mynd sem að mati dómnefndarinnar þykir hafa til að bera mikið listrænt gildi og höfða einnig til almennings. Um þessi verðlaun keppa þær myndir á hátíðinni sem sýndar eru á hinum magnaða Piazza Grande vangi -sem rúmar 8.500 manns í sæti undir berum himni og er sá stærsti í Evrópu," segir í tilkynningu frá Zik Zak kvikmyndaframleiðendunum.

Viðstödd hátíðina fyrir hönd Skrapp út eru auk Sólveigar Anspach, Didda Jónsdóttir aðalleikkona myndarinnar, Martin Wheeler sem sá um tónlistina og hefur hlotið mikið lof fyrir og Joy Doyle og Julian Cottereau sem einnig leika í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×