Rannsaka hvort Fritzl hafi komið fyrir banvænu gasi í kjallaranum Atli Steinn Guðmundsson skrifar 1. maí 2008 16:00 MYND/AP Lögregla í Amstetten í Austurríki rannsakar nú hvort fjölskyldufangavörðurinn og sifjaspillirinn Josef Fritzl hafi komið búnaði fyrir í kjallaradýflissu sinni sem losa myndi banvænt gas út í andrúmsloftið ef fangarnir, hans eigin fjölskylda, reyndu að flýja. Byggist rannsóknin á ummælum sem Fritzl á að hafa látið falla í fyrstu yfirheyrslunni eftir að hann var handtekinn. Mágkona Josefs, Christine R, segir í viðtali við dagblaðið Österreicher Zeitung að Josef hafi farið niður í kjallara klukkan níu á hverjum morgni. Hafi hann sagst vinna þar að teikningum vegna verkefna sem hann sinnti fyrir ýmsa aðila. „Stundum dvaldi hann í kjallaranum næturlangt og leyfði konunni sinni ekki einu sinni að færa sér kaffi," sagði Christine. Rannsóknaraðilar velta því einnig fyrir sér hvort Fritzl hafi haft í hyggju að binda enda á fangavist dóttur sinnar og barnanna í kjallaranum. Lögregla hefur undir höndum bréf sem dóttirin Elisabeth skrifaði, augljóslega að skipun föður síns. Er bréfið til foreldranna og útskýrir Elisabeth þar að hana langi gjarnan að snúa heim en það sé bara ekki hægt í bili. Austurrísk yfirvöld íhuga að gefa fórnarlömbum Fritzls kost á að breyta nöfnum sínum á þeirri forsendu að ættarnafnið hafi verið atað aur við rekstur málsins. CNN greindi frá þessu. Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Lögregla í Amstetten í Austurríki rannsakar nú hvort fjölskyldufangavörðurinn og sifjaspillirinn Josef Fritzl hafi komið búnaði fyrir í kjallaradýflissu sinni sem losa myndi banvænt gas út í andrúmsloftið ef fangarnir, hans eigin fjölskylda, reyndu að flýja. Byggist rannsóknin á ummælum sem Fritzl á að hafa látið falla í fyrstu yfirheyrslunni eftir að hann var handtekinn. Mágkona Josefs, Christine R, segir í viðtali við dagblaðið Österreicher Zeitung að Josef hafi farið niður í kjallara klukkan níu á hverjum morgni. Hafi hann sagst vinna þar að teikningum vegna verkefna sem hann sinnti fyrir ýmsa aðila. „Stundum dvaldi hann í kjallaranum næturlangt og leyfði konunni sinni ekki einu sinni að færa sér kaffi," sagði Christine. Rannsóknaraðilar velta því einnig fyrir sér hvort Fritzl hafi haft í hyggju að binda enda á fangavist dóttur sinnar og barnanna í kjallaranum. Lögregla hefur undir höndum bréf sem dóttirin Elisabeth skrifaði, augljóslega að skipun föður síns. Er bréfið til foreldranna og útskýrir Elisabeth þar að hana langi gjarnan að snúa heim en það sé bara ekki hægt í bili. Austurrísk yfirvöld íhuga að gefa fórnarlömbum Fritzls kost á að breyta nöfnum sínum á þeirri forsendu að ættarnafnið hafi verið atað aur við rekstur málsins. CNN greindi frá þessu.
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira