Lífið

Gefa klósettpappír til þess að skeina ráðamönnum

Strákarnir í Harmageddon eru að gefa klósettpappír þessa dagana.
Strákarnir í Harmageddon eru að gefa klósettpappír þessa dagana.

„Þar sem ráðamenn þjóðarinnar hafa gert svo laglega upp á bak vill X-ið 977 hvetja hlustendur sína til þess að mæta í mótmælin á laugardaginn með skeinipappír og skilja hann eftir fyrir utan alþingisdyrnar. Ráðamenn þurfa að skeina sig og þeir virðast algjörlega ófærir um það eins og allt annað sem þeir taka sér fyrir hendur.

Þar sem það er kreppa og svona höfum við ákveðið að gefa hlustendum salernisrúllur í Harmageddon milli 15:00 og 17:00 alla þessa viku.

X-ið 977, það er kominn tími til að skeina Alþingi," svona hljómar auglýsing sem keyrð er á X-inu þessa dagana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.