Árituðu ólöglegar plötur 13. nóvember 2008 03:15 Hljómsveitin Mezzoforte, sem hefur verið starfandi í 31 ár, er nýkomin heim frá Hvíta-Rússlandi. Hljómsveitin Mezzoforte er nýkomin heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem hún spilaði í fyrsta sinn á ferli sínum. Tónleikahöllin í borginni tekur tvö þúsund manns í sæti og var fullt út úr dyrum. „Þetta var alveg frábært. Þetta er nýjasta landið í safnið hjá okkur. Þau hafa verið að bætast við, austantjaldslöndin, eitt af öðru sem við komumst aldrei til í gamla daga vegna járntjaldsins," segir Eyþór Gunnarsson, meðlimur Mezzoforte. „Það voru rosafínar viðtökur sem við fengum. Við erum alltaf svolítið hissa að koma til nýrra landa og átta okkur á því hvað þetta hefur farið víða." Að sögn Eyþórs biðu aðdáendur Mezzoforte í löngum biðröðum eftir tónleikana til að fá eiginhandaráritanir hjá þeim. Margir voru með ólöglegar bootleg-útgáfur af plötum sveitarinnar, sem þeir árituðu engu að síður. „Fólkið er ónæmt fyrir þessu og finnst þetta bara eðlilegt. Það kemur bara með bootleg-plöturnar og finnst það eðlilegt." Tónleikarnir í Hvíta-Rússlandi voru þeir síðustu í tónleikaferð Mezzoforte til að kynna nýjan DVD-mynddisk sem var tekinn upp á afmælistónleikum í Borgarleikhúsinu í fyrra. Þar lék tíu manna viðhafnarútgáfa af sveitinni tuttugu lög á tveggja tíma tónleikum. Næstu tónleikar Mezzoforte erlendis eru fyrirhugaðir í Þýskalandi í mars á næsta ári og þangað til fá þeir félagar góðan tíma til að hlaða batteríin. - fb Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Mezzoforte er nýkomin heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem hún spilaði í fyrsta sinn á ferli sínum. Tónleikahöllin í borginni tekur tvö þúsund manns í sæti og var fullt út úr dyrum. „Þetta var alveg frábært. Þetta er nýjasta landið í safnið hjá okkur. Þau hafa verið að bætast við, austantjaldslöndin, eitt af öðru sem við komumst aldrei til í gamla daga vegna járntjaldsins," segir Eyþór Gunnarsson, meðlimur Mezzoforte. „Það voru rosafínar viðtökur sem við fengum. Við erum alltaf svolítið hissa að koma til nýrra landa og átta okkur á því hvað þetta hefur farið víða." Að sögn Eyþórs biðu aðdáendur Mezzoforte í löngum biðröðum eftir tónleikana til að fá eiginhandaráritanir hjá þeim. Margir voru með ólöglegar bootleg-útgáfur af plötum sveitarinnar, sem þeir árituðu engu að síður. „Fólkið er ónæmt fyrir þessu og finnst þetta bara eðlilegt. Það kemur bara með bootleg-plöturnar og finnst það eðlilegt." Tónleikarnir í Hvíta-Rússlandi voru þeir síðustu í tónleikaferð Mezzoforte til að kynna nýjan DVD-mynddisk sem var tekinn upp á afmælistónleikum í Borgarleikhúsinu í fyrra. Þar lék tíu manna viðhafnarútgáfa af sveitinni tuttugu lög á tveggja tíma tónleikum. Næstu tónleikar Mezzoforte erlendis eru fyrirhugaðir í Þýskalandi í mars á næsta ári og þangað til fá þeir félagar góðan tíma til að hlaða batteríin. - fb
Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira