Erlent

Ekki vitað af hverju hreyflarnir svöruðu ekki eldsneytisgjöf

Óli Tynes skrifar
Boeing þotan á Heathrow flugvelli.
Boeing þotan á Heathrow flugvelli.

Ekki hefur fundist nein skýring á því enn, af hverju hreyflar Boeing 777 þotu British Airways svöruðu ekki eldsneytisinnfjöf við lendingu á Heathrow flugvelli í gær.

Vélin var á sjálfstýringu. Þegar hún var í 600 feta hæð um þrjá kílómetra frá flugbrautinni jók sjálfstýringin eldsneytisgjöfina, en ekkert gerðíst.

Flugmennirnir gripu samstundis inní og gáfu handvirkt inn meira eldsneyti. En hreyflarnir svöruðu því ekki heldur. Vélin kom því mjög harkalega niður, áður en hún náði inn á flugbrautina.

Lendingarhjólin hægra megin rifnuðu undan, og hjólin vinstra megin fóru upp í gegnum vænginn.

Við það fossaði eldsneyti úr vænggeymum vélarinnar og þykir mikil mildi að ekki skyldi kvikna í henni.

136 farþegar og 16 manna áhöfn voru um borð. Eftir að flugvélin stöðvaðist voru farþegarnir látnir fara út um neyðarútganga og var vélin tæmd á 90 sekúndum. 13 farþegar slösuðust, þar af einn alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×