Lífið

Stjörnum prýddir styrktartónleikar í Háskólabíói í kvöld

Sálin er meðal þeirra sem spila í kvöld.
Sálin er meðal þeirra sem spila í kvöld.
Tónleikar til styrktar nýs sjóðs sem ætlað er að styðja þá sem átt hafa vð langvarandi sálræn og geðræn vandamál að stríða verða haldnir í Háskólabíói í kvöld. Margar af helstu stjörnum landsins spila, þar á meðal Sálin hans Jóns míns, Spútnik og Hara, Ragnheiður Gröndal, Magni, Páll Rósinkranz, Geir Ólafs og hljómsveitin Buff.

Markmið sjóðsins er að styrkja og styðja þá til náms sem hafa átt við slík veikindi að stríða. Einnig að efla nýsköpun og bæta þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna og að stuðla að umræðu og aðgerðum sem draga úr fordómum í samfélaginu.

Húsið opnar klukkan 19.30 en dagskráin hefst háfltima síðar. Miða er hægt að kaupa í Háskólabíói eftir fjögur í dag og í verslunum Lyfju.

Dagskrá kvöldsins:

19:30 Húsið opnar

20:00 Dagskrá hefst - Helga Braga og Þorsteinn Guðmunds

20:05 Ólafur Þór Ævarsson, læknir og formaður stjórnar sjóðsins.

20:15 Ragnheiður Gröndal

20:20 Í svörtum fötum

20:30 Heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson

20:35 Hljómsveitin Buff & Þórhallur Sigurðsson-Laddi 20:50 Hera Björk

20:55 Geir Ólafs

21:00 Sr. Pálmi Matthíasson, stjórnarmaður sjóðsins.

21:05 Hlé

21:15 Strákarnir frá Duett.is , Davíð Ólafs og Stefán Helgi

21:25 Klaufarnir

21:30 Sigurður Guðmundsson, læknir og stjórnarmaður sjóðsins.

21:35 Magni

21:45 Páll Rósinkranz

21:50 Spútnik og Hara með Abba show.

22:00 Sálin hans Jóns míns lokar tónleikunum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.