Innlent

Novator býðst til að kosta björgun bjarnarins

Að höfðu samráði við yfirvöld hefur Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, boðist til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af því að bjarga ísbirninum sem gekk á land í Skagafirði og koma honum í öruggt og varanlegt umhverfi. Þetta segir í tilkynningu frá Novator.

„Novator lítur á björgun ísbjarnarins sem framlag til náttúruverndar þar sem um er að ræða alfriðað dýr."

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði í samtali Stöð 2 að hún vildi helst að björninn yrði fluttur til heimkynna sinna á Grænlandi en gerði sér grein fyrir því að það gæti verið vandkvæðum háð.

Aðspurð hvað það kostaði að bjarga birninum sagðist Þórunn ekki vita það á þessari stundu en það væri að líkindum ekki lág upphæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×