Viðskipti innlent

Tólf ár horfin úr Úrvalsvísitölunni

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um rúm 38 prósent í Kauphöllinni í dag eftir að hún opnaði eftir þriggja daga viðskiptastopp. Þetta er mesta fall í Kauphöllinni. Engin viðskipti voru með bréf fjármálafyrirtækjanna íslensku. Þá féll gengi bréfa í Alfesca um rúm 17 prósent, Nýherja um rúm þrjú og Marel Food Systems um 0,84 prósent. Gengi bréfa í Færeyjabanka hækkaði um rúm sjö prósent og Össurar um 1,46 prósent. Viðskipti með hlutabréf voru afar fá, eða um 165 og nam heildarveltan tæpum 197 milljónum króna. Úrvalsvísitalan féll um 77 prósent frá á miðvikudag í síðustu viku og endaði í 678 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í apríl árið 1996.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×