Hagnaður Société Générale dregst verulega saman 3. nóvember 2008 09:51 Jerome Kerviel, verðbréfamiðlarinn fyrrverandi, á leið í dómssal um miðjan síðasta mánuð. Mynd/AFP Hagnaður franska risabankans Société Générale nam 183 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 84 prósenta samdráttur á milli ára. Tekjur bankans námu 183 milljónum evra, jafnvirði 28,2 milljörðum króna, á fjórðungnum. Á sama tíma í fyrra nam afkoman hins vegar 1,12 milljörðum evra. Þetta er talsvert undir væntingum enda meðalspá greinenda hljóðaði upp á 581 milljón evra. Mestu munar um afskriftir í fjárfestingahluta og eignastýringu Société Générale. Afskriftir námu 1,4 milljörðum evra á fjórðungnum. Þar af nema afskriftir tengdar gjaldþroti bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brotherse 447 milljónum evra. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Frederic Oudea, nýráðnum forstjóra Société Générale, að bankinn hafi ekki viljað taka upp nýjar uppgjörsreglur sem hefði getað falið afskriftirnar með svipuðum hætti og Deutsche Bank gerði. Í kjölfar þess að Deutsche Bank breytti reglunum sýndi hann óvænt hagnað í stað taps. Afskriftir Société Générale frá byrjun síðasta árs hljóða upp á 6,36 milljarða evra, jafnvirði tæpra eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Æðstu stjórnendum Société Générale var skipt út í sumar og í haust eftir að upp komst um glæfralegar fjárfestingar verðbréfamiðlarans Jerome Kerviel í vor, sem er sakaður um að hafa farið langt út fyrir heimildir sínar í fjárfestingum og tapað tæplega 560 milljörðum íslenskra króna úr bókum bankans. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagnaður franska risabankans Société Générale nam 183 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 84 prósenta samdráttur á milli ára. Tekjur bankans námu 183 milljónum evra, jafnvirði 28,2 milljörðum króna, á fjórðungnum. Á sama tíma í fyrra nam afkoman hins vegar 1,12 milljörðum evra. Þetta er talsvert undir væntingum enda meðalspá greinenda hljóðaði upp á 581 milljón evra. Mestu munar um afskriftir í fjárfestingahluta og eignastýringu Société Générale. Afskriftir námu 1,4 milljörðum evra á fjórðungnum. Þar af nema afskriftir tengdar gjaldþroti bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brotherse 447 milljónum evra. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Frederic Oudea, nýráðnum forstjóra Société Générale, að bankinn hafi ekki viljað taka upp nýjar uppgjörsreglur sem hefði getað falið afskriftirnar með svipuðum hætti og Deutsche Bank gerði. Í kjölfar þess að Deutsche Bank breytti reglunum sýndi hann óvænt hagnað í stað taps. Afskriftir Société Générale frá byrjun síðasta árs hljóða upp á 6,36 milljarða evra, jafnvirði tæpra eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Æðstu stjórnendum Société Générale var skipt út í sumar og í haust eftir að upp komst um glæfralegar fjárfestingar verðbréfamiðlarans Jerome Kerviel í vor, sem er sakaður um að hafa farið langt út fyrir heimildir sínar í fjárfestingum og tapað tæplega 560 milljörðum íslenskra króna úr bókum bankans.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira