Erlent

Spá 45 prósenta aukningu gróðurhúsalofttegunda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Ekki er útilokað að gróðurhúsalofttegundir í andrúmslofti jarðar muni aukast um 45 prósent fram til ársins 2030.

Gangi þessar spár eftir er líklegt að meðalhitastig í heiminum hækki um 6 gráður sem er langt ofan við þær 2 gráður sem vísindamenn telja hættumörk. Alþjóðaorkustofnunin heldur því fram að orkunotkun í heiminum sé komin langt yfir þau mörk að verða sjálfbær og nú sé löngu tímabært að stemma stigu við þessari ógnvænlegu þróun.

Stofnunin hefur gefið út þá tölfræði að notkun endurnýtanlegrar orku á borð við kjarnorku, lífmassa og vetni þurfi að aukast úr þeim 19 prósentum sem hún var árið 2006 í 26 prósent árið 2030. Þar sannast þá fræg setning Miltons Friedman um að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis og það er víst alveg ljós að þessi hádegisverður er það ekki.

Áætlað er að kostnaðurinn nálgist 2,7 trilljónir punda sem stærðfræðiáhugamenn geta svo skemmt sér við að margfalda með 208 krónum en trilljónin telur þúsund milljarða. Ekkert er víst ókeypis á þessum síðustu og verstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×