Meistaramót ökumanna á Stöð 2 Sport 13. nóvember 2008 16:17 Í meistaramótinu er keppt á Wembley á malbikaðri áttulaga braut. Mynd: Getty Images Fjöldi Formúlu 1 ökumanna verður í meistarakeppni kappakstursökumanna á Wembley þann 14. desember. Samningar hafa náðst um að sýna mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mótið hefur farið fram í mörg ár á mismunandi stöðum og í ár verður fjöldi Formúlu 1 ökumanna meðal keppenda. Þá mun Michael Schumacher mæta í slaginn og verið er að vinna í að Lewis Hamilton verði í liði Bretlands, en David Coulthard og Jenson Button hafa þegar tilkynnt þátttöku. Hinn bráðefnilegi Sebastian Vettel verður í liði Þýskalands ásamt Schumacher, en meistarakeppni ökumanna er liðakeppi á milli landa. Rallmeistarinn fimmfaldi, Sebastian Loeb verður í liði Fraikklands. "Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á meistarakeppninni og mótið er gott framhald á Formúlu 1 tímabilinu. Við erum mjög ánægðir með 28% áhorf á lokamótið á dögunum og það sýnir á sá metnaður sem við höfum lagt í dagskrárgerðina hefur skilað sér", sagði Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Stöð 2 Sport.Meistarakeppni ökumanna fer fram á Wembley á malbikaðri áttulaga braut og verður fjöldi farartækja notaður í mótinu, allt frá buggy-bílum upp í sérsmíðaða kappaksturs- og rallbíla.Sýnt verður frá öllum viðburðum í beinni útsendingu og síðan verður samantektarþáttur sýndur í vikunni eftir mótið. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fjöldi Formúlu 1 ökumanna verður í meistarakeppni kappakstursökumanna á Wembley þann 14. desember. Samningar hafa náðst um að sýna mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mótið hefur farið fram í mörg ár á mismunandi stöðum og í ár verður fjöldi Formúlu 1 ökumanna meðal keppenda. Þá mun Michael Schumacher mæta í slaginn og verið er að vinna í að Lewis Hamilton verði í liði Bretlands, en David Coulthard og Jenson Button hafa þegar tilkynnt þátttöku. Hinn bráðefnilegi Sebastian Vettel verður í liði Þýskalands ásamt Schumacher, en meistarakeppni ökumanna er liðakeppi á milli landa. Rallmeistarinn fimmfaldi, Sebastian Loeb verður í liði Fraikklands. "Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á meistarakeppninni og mótið er gott framhald á Formúlu 1 tímabilinu. Við erum mjög ánægðir með 28% áhorf á lokamótið á dögunum og það sýnir á sá metnaður sem við höfum lagt í dagskrárgerðina hefur skilað sér", sagði Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Stöð 2 Sport.Meistarakeppni ökumanna fer fram á Wembley á malbikaðri áttulaga braut og verður fjöldi farartækja notaður í mótinu, allt frá buggy-bílum upp í sérsmíðaða kappaksturs- og rallbíla.Sýnt verður frá öllum viðburðum í beinni útsendingu og síðan verður samantektarþáttur sýndur í vikunni eftir mótið.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira