Erlent

Nyhedsavisen heldur áfram á netinu

Óli Tynes skrifar
Frá ritstjórn Nyhedsavisen
Frá ritstjórn Nyhedsavisen MYND/Alda Lóa

Nyhedsavisen danska heyrir sögunni til, en eigendurnir ætla að halda áfram með vefútgáfuna.

Morten Wagner frá Freeway segir í vefútgáfunni í dag að verið sé að leita samstarfsaðila til þess að halda úti avisen.dk. Áhugasamir hafi þegar gefið sig fram og Wagner lofar því að málið verði komið í höfn eftir einn sólarhring.

Freeway keypti í byrjun ársins 50 prósenta hlut í avisen.dk. Nú er ætlunin að kaupa restina út úr fyrirtækinu sem verður tekið til gjaldþrotaskipta í dag.

Á þeim tíma sem Nyhedsavisen kom út náði það að verða mest lesna blað Danmerkur. Herkostnaðurinn var hinsvegar of mikill.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×