„Ég hélt að húsið myndi hrynja og að við myndum öll deyja,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, sem býr í fjölbýlishúsi að Fossvegi 2 á Selfossi, í samtali við Vísi.
-Það er allt ónýtt í minni íbúð og það er sama að segja um aðrar íbúðir í húsinu. Við erum svo hrædd. Við erum öll hérna úti og þorum ekki að fara inn aftur. Heldurðu að það sé óhætt að fara inn aftur ?
-Það koma sjálfsagt einhverjir eftirskjálftar, en Ásdís, hvernig er utandyra, einhverjar skemmdir ?
-Ég hef ekki séð það ennþá. Ég veit bara að toppurinn á Ingólfsfjalli bara hvarf. Það var rosalegt brúnt moldarský sem stóð upp af honum.
-Við eigum húsdýr inni, þau eru áreiðanlega hrædd. Heldurðu að það sé óhætt að fara og sækja þau ?
-Já, já það er held ég engin hætta á að húsin hrynji.
-Þá ætla ég að fara inn. Hugsiði um okkur. Ekki láta okkur vera ein.
-Nei, nei Ásdís mín. Þið eruð ekki ein. Það eru björgunarsveitir á leiðinni og við fylgjumst með ykkur.
-Æ þakka þér fyrir, við ætlum þá að fara inn.