Innlent

300 björgunarsveitarmenn að störfum í Árnessýslu

Yfir 300 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að störfum á jarðskjálftasvæðinu í Árnessýslu. Flutt hafa verið tjöld og greiningastöðvar á svæðið.

Vettvangsstjórnstöðvar hafa verið settar upp á Selfossi, Þorlákshöfn, þaðan sem verkefnum í Ölfusi er stýrt og í Hveragerði.

Björgunarsveitir munu, ásamt öðrum viðbragðsaðilum,fara í öll hús á svæðinu, þ.m.t. alla sveitabæi og sumarbústaði.

Safnaðarheimilið á Hellu hefur verið opnað fyrir íbúa á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×