Innlent

Rauði krossinn tekur á móti fólki við Hótel Örk

MYND/E.Ól

Í Hveragerði getur fólk safnast saman á bílaplaninu nálægt Hótel Örk og mun viðbragðshópur Rauða krossins koma þangað innan stundar með aðstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgum.

Landssamband björgunarsveita Landsbjörg hefur sent stjórnendur inn á jarðskjálftasvæðið til að styrkja svæði sem verst hafa orðið úti. Björgunarsveitir frá Klaustri til höfuðborgarsvæðisins. Auk þess hafa verið send tjöld og búnaður frá Suðurnesjum.

Bjargir beina eftirfarandi til fólks á svæðinu:

Ef verulegar skemmdir hafa orðið á húsum er nauðsynlegt að loka fyrir vatnsinntak og slökkva á aðalrofa í rafmagnstöflu. Athugið hvort hættuleg eða eldfim efni hafi hellst niður. Farið rólega út ef annar skjálfti verður, varist óðagot. Hlustið á útvarp þar sem allar tilkynningar um skjálftann og önnur mikilvæg atriði verður útvarpað um leið og ástæða þykir.

Klæðist hlífðarfötum og góðum skóm þar sem hlutir og glerbrot geta verið að falla eftir skjálftan. Athugið hvort nágrannar ykkar þarfnast hjálpar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×