Innlent

Fjöldahjálparstöðvar opnar í Hveragerði og á Selfossi í nótt

Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins verða opnar í Hveragerði og á Selfossi í nótt. Lítil ásókn hefur verið í fjöldahjálparstöðvarnar í nágrannabæjunum, og hefur því verið ákveðið að loka á Hvolsvelli, Hellu, Þykkvabæ, Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir miðnætti.

Ekki reyndist þörf á að opna fjöldahjálparstöð í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þeim, sem ekki vilja dvelja á skjálftasvæðunum í nótt og hafa ekki í önnur hús að venda í Reykjavík, er þó bent á að hafa samband við fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins í Vallarskóla á Selfossi og við íþróttamiðstöðina í Hveragerði því fjölmargir hafa sett sig í samband við Rauða krossinn og boðið húsnæði fyirr þá sem þurfa. Frekari upplýsingar um það liggja fyrir hjá Rauða krossinum á Selfossi og Hveragerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×