TM og Vís biðja fólk að taka myndir af skemmdum 29. maí 2008 18:23 Svona var umhorfs í einni íbúð á Selfossi í dag. Tryggingamiðstöðin vill benda fólki sem orðið hefur fyrir tjóni af völdum jarðskjálfta á að taka ljósmyndir af skemmdunum og tilkynna tryggingafélagi sínu þær sem fyrst. Þegar málið hefur verið skoðað af tryggingafélagi ákvarða Viðlagasjóður og tryggingafélag næstu skref. Viðbrögð vegna tjóns í jarðskjálfta Fyrstu viðbrögð við jarðskjálftum er að hafa samband við sitt tryggingafélag, umboðsmann eða Viðlagatryggingu. Allar brunatryggðar fasteignir eru vátryggðar gegn tjóni af völdum jarðskjálfta í Viðlagatryggingu Íslands. Þetta á einnig við um innbú sem tryggt er í heimilis - eða öðrum lausafjártryggingum. Vegna stærðar skjálftans í dag, fimmtudag er mikið álag á símalínum en fyrstu viðbrögð skipta miklu máli. Til dæmis þau, að taka myndir af vettvangi áður en hreyft er við hlutum. Glerbrot og aðra skemmda muni má síðan fjarlægja og halda til hliðar. Að sjálfsögðu mun starfsfólk TM leiðbeina viðskiptavinum um næstu skref í framhaldinu. Hér er einnig að finna skráningareyðublað sem nota má til að tilkynna um tjón vegna jarðskjálftans. Viðbragsáætlun VÍS vegna jarðskjálfta Í ljósi umfangs jarskjálta á suðurlandi hefur Vátryggingafélag Íslands, VÍS, sett af stað viðbragðsáætlun. Viðskiptavinum félagsins er bent á að tilkynna tjón til félagsins með því að hringja í þjónustuver í síma 560-5000 eða tilkynna tjónið á næstu þjónustuskrifstofu. Einnig er hægt að fylla út tjónstilkynningu á vef félagsins www.vis.is. Tjón á lausafé, svo sem á innbúi og húseignum af völdum jarðskjálfta er bætt af Viðlagatryggingu Íslands. Vátryggingafélag Íslands mun aðstoða Viðlagatryggingu Íslands við mat á tjóni á lausafé (innbú) en Viðlagatrygging Íslands mun meta skemmdir á húseignum. Við hvetjum þá sem lent hafa í tjóni að taka ljósmyndir af skemmdum og halda til haga skemmdu lausafé þar til skoðun hefur farið fram. Ef það er gert er óhætt að taka strax til og koma umhverfinu í samt lag. Ef fólk þarf að yfirgefa heimili sín er það hvatt til að skrúfa fyrir vatnsinntök og rjúfa rafstraum. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Tryggingamiðstöðin vill benda fólki sem orðið hefur fyrir tjóni af völdum jarðskjálfta á að taka ljósmyndir af skemmdunum og tilkynna tryggingafélagi sínu þær sem fyrst. Þegar málið hefur verið skoðað af tryggingafélagi ákvarða Viðlagasjóður og tryggingafélag næstu skref. Viðbrögð vegna tjóns í jarðskjálfta Fyrstu viðbrögð við jarðskjálftum er að hafa samband við sitt tryggingafélag, umboðsmann eða Viðlagatryggingu. Allar brunatryggðar fasteignir eru vátryggðar gegn tjóni af völdum jarðskjálfta í Viðlagatryggingu Íslands. Þetta á einnig við um innbú sem tryggt er í heimilis - eða öðrum lausafjártryggingum. Vegna stærðar skjálftans í dag, fimmtudag er mikið álag á símalínum en fyrstu viðbrögð skipta miklu máli. Til dæmis þau, að taka myndir af vettvangi áður en hreyft er við hlutum. Glerbrot og aðra skemmda muni má síðan fjarlægja og halda til hliðar. Að sjálfsögðu mun starfsfólk TM leiðbeina viðskiptavinum um næstu skref í framhaldinu. Hér er einnig að finna skráningareyðublað sem nota má til að tilkynna um tjón vegna jarðskjálftans. Viðbragsáætlun VÍS vegna jarðskjálfta Í ljósi umfangs jarskjálta á suðurlandi hefur Vátryggingafélag Íslands, VÍS, sett af stað viðbragðsáætlun. Viðskiptavinum félagsins er bent á að tilkynna tjón til félagsins með því að hringja í þjónustuver í síma 560-5000 eða tilkynna tjónið á næstu þjónustuskrifstofu. Einnig er hægt að fylla út tjónstilkynningu á vef félagsins www.vis.is. Tjón á lausafé, svo sem á innbúi og húseignum af völdum jarðskjálfta er bætt af Viðlagatryggingu Íslands. Vátryggingafélag Íslands mun aðstoða Viðlagatryggingu Íslands við mat á tjóni á lausafé (innbú) en Viðlagatrygging Íslands mun meta skemmdir á húseignum. Við hvetjum þá sem lent hafa í tjóni að taka ljósmyndir af skemmdum og halda til haga skemmdu lausafé þar til skoðun hefur farið fram. Ef það er gert er óhætt að taka strax til og koma umhverfinu í samt lag. Ef fólk þarf að yfirgefa heimili sín er það hvatt til að skrúfa fyrir vatnsinntök og rjúfa rafstraum.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira