Loksins vann Boston á útivelli 25. maí 2008 04:59 Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Liðin skiptu með sér sigrunum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins í Boston. Þar unnu heimamenn fyrsta leikinn en Detroit stal leik tvö. Í nótt var hinsvegar komið að fyrsta útisigri þeirra grænklæddu eftir sex töp á útivelli í röð í úrslitakeppninni. Boston vann sannfærandi 94-80 sigur. "Ég held að fyrsta tapið á heimavelli hafi gefið okkur nýjan kraft. Við þurftum virkilega á sigri að halda í kvöld," sagði Paul Pierce hjá Boston, en hann tók ekki nema sex skot allan leikinn - hitti úr fjórum þeirra og skoraði 11 stig. Boston byrjaði leikinn af miklum krafti og náði þegar mest var 24 stiga forystu sem það lét aldrei af hendi. Heimamenn í Detroit náðu nokkrum sinnum að saxa á forskotið og komu því niður fyrir 10 stig þegar skammt var til leiksloka, en sigur Boston var í raun aldrei í hættu. Kevin Garnett fór fyrir liði Boston eins og í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Ray Allen skoraði 14 stig og þeir Rajon Rondo, James Posey og Kendrick Perkins 12 hver. Annars fengu Boston menn jafnt og þétt framlag frá öllum sínum mönnum í sókninni og varnarleikurinn var mjög sterkur. Slappir heimamenn Það sama verður alls ekki sagt um heimamenn í Detroit sem virkuðu vankaðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Liðið var skugginn af sjálfu sér lengst af í leiknum og helst að það sýndi sitt rétta andlit í stuttum rispum, sem nægðu alls ekki til að standa í ferskum gestunum. Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit og leikstjórnandinn ungi Rodney Stuckey bætti við 17 stigum af bekknum, en hann fékk það hlutverk að taka upp hanskann fyrir Chauncey Billups sem greinilega gekk ekki heill til skógar í leiknum vegna meiðsla á læri. "Þeir eru búnir að ná heimavallarréttinum til baka. Leikurinn á mánudaginn verður okkur því gríðarlega mikilvægur - sá stærsti á árinu," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit. Tölfræði leiksins Þriðji leikur Spurs og Lakers í beinni í nótt Í nótt fer fram þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers þar sem Lakers hefur yfir 2-0. Leikurinn fer fram í San Antonio og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Liðin skiptu með sér sigrunum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins í Boston. Þar unnu heimamenn fyrsta leikinn en Detroit stal leik tvö. Í nótt var hinsvegar komið að fyrsta útisigri þeirra grænklæddu eftir sex töp á útivelli í röð í úrslitakeppninni. Boston vann sannfærandi 94-80 sigur. "Ég held að fyrsta tapið á heimavelli hafi gefið okkur nýjan kraft. Við þurftum virkilega á sigri að halda í kvöld," sagði Paul Pierce hjá Boston, en hann tók ekki nema sex skot allan leikinn - hitti úr fjórum þeirra og skoraði 11 stig. Boston byrjaði leikinn af miklum krafti og náði þegar mest var 24 stiga forystu sem það lét aldrei af hendi. Heimamenn í Detroit náðu nokkrum sinnum að saxa á forskotið og komu því niður fyrir 10 stig þegar skammt var til leiksloka, en sigur Boston var í raun aldrei í hættu. Kevin Garnett fór fyrir liði Boston eins og í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Ray Allen skoraði 14 stig og þeir Rajon Rondo, James Posey og Kendrick Perkins 12 hver. Annars fengu Boston menn jafnt og þétt framlag frá öllum sínum mönnum í sókninni og varnarleikurinn var mjög sterkur. Slappir heimamenn Það sama verður alls ekki sagt um heimamenn í Detroit sem virkuðu vankaðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Liðið var skugginn af sjálfu sér lengst af í leiknum og helst að það sýndi sitt rétta andlit í stuttum rispum, sem nægðu alls ekki til að standa í ferskum gestunum. Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit og leikstjórnandinn ungi Rodney Stuckey bætti við 17 stigum af bekknum, en hann fékk það hlutverk að taka upp hanskann fyrir Chauncey Billups sem greinilega gekk ekki heill til skógar í leiknum vegna meiðsla á læri. "Þeir eru búnir að ná heimavallarréttinum til baka. Leikurinn á mánudaginn verður okkur því gríðarlega mikilvægur - sá stærsti á árinu," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit. Tölfræði leiksins Þriðji leikur Spurs og Lakers í beinni í nótt Í nótt fer fram þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers þar sem Lakers hefur yfir 2-0. Leikurinn fer fram í San Antonio og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum