Innlent

Alvarlegt mótorhjólaslys á Sæbrautinni

Alvarlegt mótorhjólaslys varð á Sæbrautinni um miðjan dag í dag. Var ökumaður hjólsins fluttur á slysadeild.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var mótorhjólinu ekið vestur Sæbrautina. Bíl á leið í sömu átt var ekið utan í hjólið. Við það féll ökumaður hjólsins af því og rann töluverða vegalengd eftir brautinni.

Sem fyrr segir var ökumaður hjólsins fluttur á slysadeild en ekki er nánar vitað um meiðsli hans á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×