Viðskipti erlent

Góður hagvöxtur í Japan í byrjun árs

Mynd/AFP

Hagvöxtur jókst um 3,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Japan, samkvæmt nýjustu hagtölum landsins. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjármálasérfræðingum að mikil eftirspurn sé eftir japönskum vörum í öðrum Asíulöndum, svo sem í Kína, og því hafi samdráttur í einkaneyslu í Bandaríkjunum ekki sett skarð í japanskar hagtölur. Þó sé ekki útilokað að dregið geti úr hagvexti á yfirstandandi fjórðungi vegna aðstæðna á helstu mörkuðum.

Hagvöxtur í Japan hefur nú aukist í þrjá mánuði í röð, að sögn BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×