Honda vill Nick Heidfeld ef Alonso bregst 3. október 2008 00:37 Nick Heidfeld er ekki efstur á óskalista BMW fyrir 2009, en Honda hefur áhuga á honum. mynd: Getty Images Nick Fry framkvæmdarstjóri Honda segist vilja Þjóðverjann Nick Heidfeld í sínar raðir, ef það bregst að Fernando Alonso lítist á samning við lið sitt. Heidfeld er 31 árs gamall og hefur ekki alveg verið að fóta sig með BMW, allavega ekki eins vel og Robert Kubica. Trú manna er að Jenson Button verði áfram hjá Honda, enda er hann með margra ára samning við liðið eftir að hafa brugðist Williams á sínum tíma. Honda þurfti að kaupa upp samning Williams við Button til að fá hann í sínar raðir. Núna bíður Honda eftir því hvort Alonso vill koma til liðsins, en það heillar menn að Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari er nú stjóri Honda liðsins. Hann vann í áratug með Michael Schumacher. Honda hefur ekki sérstakan áhuga á að halda Rubens Barrichello, en margt mun leysast þegar Alonso hefur gert upp hug sinn. Þá hefur Anthony Davidson beðið lengi á á hliðarlínunni sem þróunarökumaður. Heidfeld virðist allavega eiga þokkalega möguleika á sæti í Formúlu 1 á næsta ári. Ef Alonso verður áfram hjá Renault, þá gæti Heidfeld farið til Honda. En hver tekur þá sæti hans hjá BMW er óljóst. Christan Klien er þróunarökumaður liðsins og hefur keppnisreynslu, en virðist elkkert í umræðunni. BMW hefur eins og Honda boðið Alonso starf, þannig að allt ræðst á ákvörðun Alonso eftir tímabilið.Sjá skipan keppnisliða 2009 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nick Fry framkvæmdarstjóri Honda segist vilja Þjóðverjann Nick Heidfeld í sínar raðir, ef það bregst að Fernando Alonso lítist á samning við lið sitt. Heidfeld er 31 árs gamall og hefur ekki alveg verið að fóta sig með BMW, allavega ekki eins vel og Robert Kubica. Trú manna er að Jenson Button verði áfram hjá Honda, enda er hann með margra ára samning við liðið eftir að hafa brugðist Williams á sínum tíma. Honda þurfti að kaupa upp samning Williams við Button til að fá hann í sínar raðir. Núna bíður Honda eftir því hvort Alonso vill koma til liðsins, en það heillar menn að Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari er nú stjóri Honda liðsins. Hann vann í áratug með Michael Schumacher. Honda hefur ekki sérstakan áhuga á að halda Rubens Barrichello, en margt mun leysast þegar Alonso hefur gert upp hug sinn. Þá hefur Anthony Davidson beðið lengi á á hliðarlínunni sem þróunarökumaður. Heidfeld virðist allavega eiga þokkalega möguleika á sæti í Formúlu 1 á næsta ári. Ef Alonso verður áfram hjá Renault, þá gæti Heidfeld farið til Honda. En hver tekur þá sæti hans hjá BMW er óljóst. Christan Klien er þróunarökumaður liðsins og hefur keppnisreynslu, en virðist elkkert í umræðunni. BMW hefur eins og Honda boðið Alonso starf, þannig að allt ræðst á ákvörðun Alonso eftir tímabilið.Sjá skipan keppnisliða 2009
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira