Lífið

26 tíma dansmaraþon á Sauðárkróki- Geirmundur mætir með nikkuna

Geirmundur Valtýsson ætlar að mæta með harmonikku og spila fyrir krakkana.
Geirmundur Valtýsson ætlar að mæta með harmonikku og spila fyrir krakkana.

10.bekkingar í Árskóla á Sauðárkróki hófu í morgun 26 tíma dansmaraþon í kjallara félagsmiðstöðvar sinnar. Ætlunin er að dansa til hádegis á morgun og verða samkvæmisdansarnir í hávegum hafðir. Reynir Snær Magnússon nemandi í 10.bekk segist hafa safnað 70 þúsund krónum, en verið er að afla fjár vegna fyrirhugaðs ferðalags til Danmerkur.

„Það verða aðallega samkvæmisdansarnir sem við dönsum en við höfum dansað þá síðan við vorum í 2.bekk undir styrkri stjórna Loga Vigþórssonar danskennarans okkar," segir Reynir en maraþonið fer aðallega fram í félagsmiðstöðinni á Sauðárkróki. „Síðan verður stuð í íþróttahúsinu í kvöld þar sem boðið verður upp á veitingar og lifandi tónlist," segir Reynir og bætir við að sjálfur Geirmundur Valtýsson muni mæta með harmonikku og trommara.

Nemendur í 10.bekk eru 42 en þeim er skipt niður í þrjá hópa. Tveir hópar munu dansa í einu en áheitum er safnað til styrktar fyrirhugaðri Danmerkurferð krakkanna. „Það kom skóli í heimsókn til okkar í byrjun maí og nú erum við að fara að heimsækja þau."

Samkvæmt upplýsingum frá Snæbjörtu Pálsdóttur formanni 10.bekkjarráðs er nú þegar búið að safna hátt í hálfa milljón upp í ferðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.