Lífið

Jennifer tjáir sig um skilnaðinn við Brad

Eftir áralanga þögn um skilnað sinn við Brad Pitt hefur Jennifer Aniston nú loks tjáð sig. Í desemberhefti Vogue segist hún ósátt við að Angelina Jolie hafi talað um fyrstu daga sambands síns við Pitt í fjölmiðlum. En Brad og Aniston voru einmitt gift þegar hann byrjaði með Angelinu sem þá lék á móti honum í kvikmyndinni Mr. and Mrs Smith.

„Það komu fram hlutir sem voru greinilega frá þeim tíma þar sem ég vissi ekki af því hvað var að gerast," segir Aniston í viðtalinu. „Mér fannst óviðeigandi að ræða þessi smáatriði. Svona athugasemdir eins og að hún hafi ekki getað beðið eftir að mæta í vinnuna á daginn? Það var alls ekki flott."

Síðan hjónabandi Brads og Jennifer lauk hefur hún verið orðuð við nokkra karlmenn, nú síðast söngvarann John Mayer. Þær sögusagnir fljúga nú fjöllum hærra að hún gangi með tvíbura eftir hann. Þau Jolie og Brad stefna hraðbyri í þá átt að rækta sitt eigið fótboltalið, en þau eiga nú sex börn, og sögur gagna einnig um að fleiri séu á leiðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.