Staðreyndir í stað stóryrða Hrannar Björn Arnarsson skrifar 12. júní 2008 00:01 Það fór líkt og mig grunaði. Engan finnur Guðni Ágústsson raunverulegan grundvöll fyrir stóryrðum sínum og svikabrigslum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann viðurkennir hins vegar ekki mistök sín og dregur hvorki til baka hinar röngu fullyrðingar um „svik á Ásmundarsamkomulaginu“ né stóryrðin „drottinsvik“, „hundsbit“ eða „lágkúru“ ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi. Guðni bætir bara í, virðist stappa niður fótunum um leið og hann skrifar með þjósti, en án raka: „Víst voru þeir sviknir“. Í mínum huga er þetta mál afar einfalt hvað sem líður öllum stóryrðum. Fullyrðingar Guðna um að Ásmundarsamkomulagið hafi verið svikið með ákvörðunum núverandi ríkisstjórnar í lífeyrismálum eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hvergi í þeim texta kemur fram að þróun lífeyris almannatrygginga ætti að miðast við dagvinnutryggingu launafólks, hvað þá að eitthvert slíkt ímyndað viðmið væri ígildi kjarasamnings eins og Guðni heldur fram. Þvert á móti segir skýrt og skorinort í 14. gr. Ásmundarsamkomulagsins að ákvarðanir um endanlegar bætur lífeyrisþega í framhaldinu eigi að ráðast „af ákvæðum laga um almannatryggingar“. Í samræmi við gildandi lög var í upphafi árs ákveðið að hækka lífeyri um 3,3% en sú prósenta var forsenda fjármálaráðuneytisins um launaþróun á árinu við gerð fjárlaga. Um áramótin fengu hins vegar umbjóðendur Alþýðusambands Íslands ekki neinar kjarasamningsbundnar hækkanir, enda var ekki fyrirliggjandi samningur þá. Eftir að kjarasamningur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður voru forsendur fjármálaráðuneytisins endurreiknaðar til að tryggja lífeyrisþegum sambærilegar hækkanir. Á grundvelli upplýsinga frá Alþýðusambandi Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggur fyrir að meðaltalshækkun lægstu launa samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Vegna þessa bætti ríkisstjórnin við 4% frá 1. febrúar. Á grundvelli laga um almannatryggingar og í samræmi við Ásmundarsamkomulagið hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% frá áramótum, á sama tíma og meðaltalshækkun lægstu launa hjá Alþýðusambandi Íslands var um 7%. Auk þessa hefur ríkisstjórnin síðan tekið ýmiss konar ákvarðanir í lífeyrismálum sem á heilu ári munu færa öldruðum og öryrkjum ríflega 5 milljarða króna til viðbótar. Um 10% þeirrar fjárhæðar má með velvilja rekja til Ásmundarsamkomulagsins, en 90% er hrein viðbót núverandi ríkisstjórnar. Samanlagt nema þessar hækkanir á lífeyri um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngilda um 17% hækkun lífeyrisgreiðslna ef miðað er við árið 2007. Staðreyndin er því sú, hvað sem líður síendurteknum rangfærslum Guðna í þessum málum, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja á eins skömmum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það virðist einnig ljóst að hagsmunasamtök aldraðra og öryrkja hugsa ekki sérstaklega hlýtt til þeirra tólf ára sem Framsóknarflokkurinn fór með lífeyrismálin í ríkisstjórn, hvað sem glýju Guðna yfir eigin árangri líður. Hagsmunasamtök lífeyrisþega hafa reyndar séð sérstaka ástæðu til að fagna breyttum tíma í ályktunum enda hafa þau átt afar gott samstarf við okkur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í því umbótaferli í lífeyrismálum sem nú er hafið. Guðna til heiðurs vitna ég að lokum til ályktunar sambandsstjórnarfundar Landssambands eldri borgara sem haldinn var í síðasta mánuði, en þar var fjallað um lífeyrismálin af þeim sem reynsluna hafa: „Eftir margra ára vanrækslu stjórnvalda er ljóst að það tekur tíma að móta nýjan og nútímalegan farveg.“ Þetta eru orð að sönnu og ég lýsi mig reiðubúinn til uppbyggilegra rökræðna við Guðna um málið, bæði „vanrækslu“-ár Framsóknarflokksins og hinn nýja tíma Samfylkingarinnar. Mér geðjast enda mun betur að staðreyndum en stóryrðum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það fór líkt og mig grunaði. Engan finnur Guðni Ágústsson raunverulegan grundvöll fyrir stóryrðum sínum og svikabrigslum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann viðurkennir hins vegar ekki mistök sín og dregur hvorki til baka hinar röngu fullyrðingar um „svik á Ásmundarsamkomulaginu“ né stóryrðin „drottinsvik“, „hundsbit“ eða „lágkúru“ ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi. Guðni bætir bara í, virðist stappa niður fótunum um leið og hann skrifar með þjósti, en án raka: „Víst voru þeir sviknir“. Í mínum huga er þetta mál afar einfalt hvað sem líður öllum stóryrðum. Fullyrðingar Guðna um að Ásmundarsamkomulagið hafi verið svikið með ákvörðunum núverandi ríkisstjórnar í lífeyrismálum eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hvergi í þeim texta kemur fram að þróun lífeyris almannatrygginga ætti að miðast við dagvinnutryggingu launafólks, hvað þá að eitthvert slíkt ímyndað viðmið væri ígildi kjarasamnings eins og Guðni heldur fram. Þvert á móti segir skýrt og skorinort í 14. gr. Ásmundarsamkomulagsins að ákvarðanir um endanlegar bætur lífeyrisþega í framhaldinu eigi að ráðast „af ákvæðum laga um almannatryggingar“. Í samræmi við gildandi lög var í upphafi árs ákveðið að hækka lífeyri um 3,3% en sú prósenta var forsenda fjármálaráðuneytisins um launaþróun á árinu við gerð fjárlaga. Um áramótin fengu hins vegar umbjóðendur Alþýðusambands Íslands ekki neinar kjarasamningsbundnar hækkanir, enda var ekki fyrirliggjandi samningur þá. Eftir að kjarasamningur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður voru forsendur fjármálaráðuneytisins endurreiknaðar til að tryggja lífeyrisþegum sambærilegar hækkanir. Á grundvelli upplýsinga frá Alþýðusambandi Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggur fyrir að meðaltalshækkun lægstu launa samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Vegna þessa bætti ríkisstjórnin við 4% frá 1. febrúar. Á grundvelli laga um almannatryggingar og í samræmi við Ásmundarsamkomulagið hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% frá áramótum, á sama tíma og meðaltalshækkun lægstu launa hjá Alþýðusambandi Íslands var um 7%. Auk þessa hefur ríkisstjórnin síðan tekið ýmiss konar ákvarðanir í lífeyrismálum sem á heilu ári munu færa öldruðum og öryrkjum ríflega 5 milljarða króna til viðbótar. Um 10% þeirrar fjárhæðar má með velvilja rekja til Ásmundarsamkomulagsins, en 90% er hrein viðbót núverandi ríkisstjórnar. Samanlagt nema þessar hækkanir á lífeyri um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngilda um 17% hækkun lífeyrisgreiðslna ef miðað er við árið 2007. Staðreyndin er því sú, hvað sem líður síendurteknum rangfærslum Guðna í þessum málum, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja á eins skömmum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það virðist einnig ljóst að hagsmunasamtök aldraðra og öryrkja hugsa ekki sérstaklega hlýtt til þeirra tólf ára sem Framsóknarflokkurinn fór með lífeyrismálin í ríkisstjórn, hvað sem glýju Guðna yfir eigin árangri líður. Hagsmunasamtök lífeyrisþega hafa reyndar séð sérstaka ástæðu til að fagna breyttum tíma í ályktunum enda hafa þau átt afar gott samstarf við okkur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í því umbótaferli í lífeyrismálum sem nú er hafið. Guðna til heiðurs vitna ég að lokum til ályktunar sambandsstjórnarfundar Landssambands eldri borgara sem haldinn var í síðasta mánuði, en þar var fjallað um lífeyrismálin af þeim sem reynsluna hafa: „Eftir margra ára vanrækslu stjórnvalda er ljóst að það tekur tíma að móta nýjan og nútímalegan farveg.“ Þetta eru orð að sönnu og ég lýsi mig reiðubúinn til uppbyggilegra rökræðna við Guðna um málið, bæði „vanrækslu“-ár Framsóknarflokksins og hinn nýja tíma Samfylkingarinnar. Mér geðjast enda mun betur að staðreyndum en stóryrðum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun