Viðskipti erlent

Breskt endurskoðendafyrirtæki tekur yfir Landsbankann í Bretlandi

Breska endurskoðendafyrirtækið Ernst & Young (E&Y) var síðdegis í dag ráðið sem neyðarskilanefnd af Breska fjármálaráðuneytinu fyrir Landsbankann í Bretlandi.

Það er vefur The Times sem greinir frá. Talsmaður fyrirtækisins segir þó að aðgerðin verndi ekki þá 300.000 innlánseigendur Icesave, sem er vefbanki Landsbankans í Bretlandi.

Reikningar þessara aðila hafa verið lokaðir í dag vegna aðgerða Fjármálaeftirlitsins hér á landi.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×