Nýtt útgáfufélag, Myllusetur ehf, hefur keypt Viðskiptablaðið og hyggst gefa það út sem vikublað. Þetta kemur fram á Eyjunni í kvöld. Skráður eigandi Myllyseturs er Haraldur Johannessen, ritstjóri blaðsins en Eyjan segir að athafnamaðurinn Róbert Wessman sé á meðal eigenda. Viðskiptablaðið var í eigu dótturfélags Exista.
Fiskifréttir munu einnig halda áfram að koma út auk þess sem netmiðlarnir vb.is og skip.is verða einnig starfræktir.
Þá segir að Haraldur Johannessen verði áfram ritstjóri blaðsins.