Innlent

NATO á engin mannvirki á Íslandi

Óli Tynes skrifar

Þegar Varnarmálastofnun tók til starfa birti utanríkisráðuneytið auglýsingu þar sem var listi yfir mannvirki sem stofnunin bæri ábyrgð á en sem væru í eigu NATO.

Á þeim lista voru meðal annars tvær lengstu flugbrautirnar á vellinum, slökkvistöð, ljósleiðari og á annað hundra önnur mannvirki á landinu.

Fréttablaðið hefur undir höndum skýrslu sem unnin var fyrir Flugmálastjórnina á Keflavíkurflugvelli henni. Í henni er meðal annars vitnað í fulltrúa mannvirkjasjóðs NATO.

Hann segir að bandalagið sem slíkt geti ekki átt nein óhreyfanleg mannvirki í einstökum bandalagsríkjum.

Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir að Bandalagið eigi sterkan kröfurétt til notkunar á mannvirkjum sem séu skilgreind séu til varna landsins.

Þær kröfur séu æðri eneignarhald íslenska ríkisins á hættutímum.

NATO eigi hinsvegar engan beinan eignarétt hér á landi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×