Viðskipti innlent

Teymi lækkaði mest í dag

Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Gengi hlutabréfa í bankanum hækkaði mest í Kauphöll Íslands í dag.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Gengi hlutabréfa í bankanum hækkaði mest í Kauphöll Íslands í dag.

Gengi bréfa í Teymi lækkaði um 7,14 prósent á markaði í dag og er það mesta fallið í Kauphöll Íslands. Gengið seig um 10 prósent þegar verst lét. Af öllum þeim fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina hækkaði gengi Glitnis mest, eða um 1,55 prósen, og í Landsbankanum, sem skreið upp um 0,22 prósent.

Á eftir Teymi fyldi Century Aluminum, sem fór niður um 5 prósent. Spron, Exista og Atorka féllu um rúm þrjú prósent. Þá fór Marel niður um 2,4 prósent.

Gengi annarra félaga lækkaði minna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,67 prósent og endaði í 4.099 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×