Þrátt fyrir sigur Fernando Alonso í Singapúr um helgina þá segir Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Renault ekki víst að Spánverjjinn verði hjá liðinu 2009.
Alonso ræsti fimmtándi af stað í Singapúr og vann óvæntan sigur. BMW og Honda hafa gert Alonso tilboð, rétt eins og Renault, en hann hefur ekki gert upp hug sinn, þrátt fyrir ýmsar fréttir af slíku á netmiðlum. Alonso segir sjálfur að sigurinn breytti engu um samningamálin.
Framkvæmdarstjóri Renault, Flavio Briatore staðfestir að allt sé óljóst með samvinunnu Renault og Alonso.
,,Sigurinn breytir ekki neinu. Við erum í góðum samskiptum við Alonso og erum í viðræðum. Við munum sætta okkur við afstöðu hans, hver sem hún verður. Það er það eina sem ég get sagt að svo komnu máli. Við munum leggja hart að okkur í síðustu þremur mótunum og svo sjáum við framtíðin ber í skauti sér."
