Tónlist

Bruce spilar á Super Bowl

Bruce Springsteen spilar í hálfleik Super Bowl í febrúar á næsta ári.
Bruce Springsteen spilar í hálfleik Super Bowl í febrúar á næsta ári.
„Stjórinn" Bruce Springsteen og hljómsveit hans, The E Street Band, mun spila í hálfleik á Super Bowl-úrslitaleik bandaríska ruðningsins í febrúar á næsta ári. Um frábæra kynningu er að ræða fyrir Springsteen enda horfðu rúmlega 148 milljónir Bandaríkjamanna á Tom Petty and the Heartbreakers spila í fyrra.

Á meðal annarra sem hafa spilað á þessu eftirsótta augnabliki eru Prince, Rolling Stones, U2 og Paul McCartney. Tónleikarnir sem flestir muna þó vafalítið eftir voru þegar Janet Jackson beraði annað brjóst sitt árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.