Lífið

Snýr Michael Jackson aftur?

Michael Jackson sem margir kalla konung poppsins hyggur á endurkomu að hið breska Sun fullyrðir. Jackson er sagður ætla að fara í tónleikaferð á næsta ári og koma fram á 30 tónleikum víðsvegar um heiminn.

Á brattan hefur verið að sækja fyrir Jackson undanfarin ár í framhaldi á málaferlum í tengslum við barnahneigð söngvarans. Þá hjálpaði heimildarmynd Martins Bashir um Jackson ekki til.

Söngvarinn fór seinast í tónleikaferð að þessari stærðargráðu árið 1996.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.