Hið fræga Wimbledon-mót í tennis stendur nú yfir en það urðu ansi óvænt úrslit í 2. umferð mótsins í dag.
Novak Djokovic frá Serbíu sem er í þriðja sæti heimslistans tapaði fyrir Marat Safin frá Rússlandi. Djokovic er þar með úr leik.
Hann tapaði í þremur settum 4-6, 6-7 og 2-6. Safin kemst áfram í þriðju umferð þar sem hann mun mæta Andreas Seppi frá Ítalíu.