Viðskipti innlent

365 hækkaði mest í dag - viðskipti fyrir 16 þúsund krónur

Ari Edwald, forstjóri 365.
Ari Edwald, forstjóri 365.

Gengi bréfa í 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið og heldur úti Vísi.is, hækkaði um 3,48 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á móti féll gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways á sama tíma um 6,83 prósent.

Þó ber á það að líta, að viðskipti með bréf í 365 voru ekki sérlega mikil, en velta dagsins var heilar 16 þúsund krónur.

Ef frá er skilin hækkunin á bréfum í 365 þá hækkaði gengi bréfa í Icelandair næstmest, eða um 1,58 prósent, í Færeyjabanka um 1,43 prósent, í Kaupþingi um 1,27 prósent og Landsbankanum um 1,09 prósent.

Næstmesta lækkunin var á gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem féll um 5,94 prósent, í Bakkavör um 5,61 prósent og Eik banka um 2,76 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,45 prósent og stendur vísitalan í 4.520 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×