Erlent

Obama linur við hryðjuverkamenn

Guðjón Helgason skrifar

Repúblíkanar í Bandaríkjunum virðast ætla að gera stríðið gegn hryðjuverkum að stóru kosningamáli í nóvember. Þeir keppast nú við að gera að því skóna að Barack Obama verði linur í baráttunni við hryðjuverkamenn verði hann forseti.

Repúblíkanar virðast búnir að afskrifa Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata og beina spjótum sínum í ríkari mæli að Obama.

Obama hefur sagt að ef hann yrði forseti myndi hann vera tilbúinn að funda með leiðtogum Írans og forvígismönnum annarra ríkja sem Bandaríkjamenn hefðu álitið ógn við öryggi.

George Bush, Bandaríkjaforseti, blandaði sér í baráttuna í gær. Í rætu í Jerúsalem lagði hann áherslu á að ekki væri hægt að semja við hryðjuverkamenn. Hann sagði suma trúa því að það ætti að semja við hryðjuverka- og öfgamenn líkt og að hugvitssamlega rökfærsla yrði til að sannfæra þá um að þeir hefðu haft rangt fyrir sér allan tímann. Slíka óra sagðist forsetinn hafa heyrt áður.

Hvíta húsið segir orðunum ekki beint gegn Obama. Tom Daschle, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og einn kosningastjóran Obama, segist hafa heyrt það frá fylgdarliði Bush að orðum forsetans hafi í þetta sinn verði beint gegn Barack Obama.

John McCain, forsetaefni Repúblíkana, segir þetta hins vegar réttmætar áhyggur og spyr hversvegna Obama vilji ræða við leiðtoga ríkja sem styðji hryðjuverkamenn. Hann spyr einnig hvað Obama vilji ræða við Íransforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×