Viðskipti innlent

Eimskip skýst upp um 10 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu rauk upp um rétt rúm tíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í morgun. Fram hefur komið að feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson fari fyrir hópi fjárfesta sem er tilbúinn til að veita Eimskip víkjandi lán uppá 26 milljarðar fari svo að ábyrgð vegna XL Leisure Group falli á félagið.

Lánið hljóðar upp á 280 milljónir bandaríkjadala og hefur Eimskip verið í ábyrgð vegna lánsins frá því félagið var selt úr Avion Group í október fyrir tæpum tveimur árum.

Gengi bréfa í Eimskipi féll um 16,5 prósent á mánudag og um átta prósent í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×