Viðskipti innlent

Krónan styrkist lítillega

Íslensk króna. Gengisvísitala hennar hefur sjaldan verið hærri.
Íslensk króna. Gengisvísitala hennar hefur sjaldan verið hærri.
Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,3 prósent í upphafi dags á gjaldeyrismarkaði og stendur gengisvísitalan í 168,5 stigum. Vísitalan endaði í rétt rúmum 169 stigum í gær og hafði þá aldrei verið hærri, eða síðan Seðlabankinn tók að skrá vísitöluna um áramótin 1993. Gengisvísitala krónunnar hefur hækkað um 41 prósent frá áramótum en gengið styrkst um 29 prósent. Það er þvert á helstu myntir en bandaríkjadalur hefur styrkst um 41 prósent frá áramótum og evran um 36 prósent. Bandaríkjadalur kostar nú 90,6 krónur, eitt breskt pund 159,5 krónur, ein evra kostar rúmar 128 krónur og ein dönsk króna tæpar 17,2 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×