Viðskipti erlent

Enn dregur úr væntingum vestanhafs

Bandaríkjamaður burðast heim með innkaupapokana. Bandaríkjamenn hafa ekki haft minni væntingar til efnahagslífsins í 26 ár, samkvæmt nýrri könnun.
Bandaríkjamaður burðast heim með innkaupapokana. Bandaríkjamenn hafa ekki haft minni væntingar til efnahagslífsins í 26 ár, samkvæmt nýrri könnun. MYND/AP

Bandaríkjamenn eru mjög svartsýnir um efnahagshorfur en væntingar þeirra hafa ekki verið minni í heil 26 ár, samkvæmt nýjustu upplýsingum sem háskólinn í Michigan í Bandaríkjunum hefur tekið saman.

Væntingarvísitalan í þessum mánuði mældist 63,2 stig samanborið við 69,5 stig í fyrri mánuði. Þetta jafngildir því að væntingar hafi falllið um níu prósent á milli mánaða.

Væntingar Bandaríkjamanna hafa ekki verið minni síðan árið 1982, að sögn breska ríkisútvarpsins sem jafnframt bendir á að þá hafi verið mjög djúp niðursveifla á bandarískum markaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×